Um síðuna
Ég heiti Lísbet Kristinsdóttir og er með B.A. gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Í vetur hef ég lagt stund á diploma nám í Upplýsingafræði við sama skóla. Þessi vefsíða var smíðuð í námskeiðinu Vefstjórnun haustið 2015.
Öll þurfum við að borða! Og það er skemmtilegt að borða góðan og fjölbreyttan mat! Ég sé yfirleitt um eldhússtörfin á heimilinu og mig vantaði betra skipulag utan um þær uppskriftir sem ég hef notað í gegnum tíðina. Ég var farin að safna útprentuðum uppskriftum í haug á eldhúsbekknum og því var tilvalið að setja þær á þetta sniðuga form 🙂